Gleðileg jól!

Þá er bara allt í einu korter í jól. Ég er búin að búa til nýja hefð á Þorláksmessu en þá býð ég mömmu og bræðrum mínum í hádeginu í tartalettur, uppskriftin af þeim eru hér.

Þau komu í dag um hádegi í tartalettur og það var ótrúlega notalegt. Mamma átti síðan afmæli í gær og þá var haldin lítil veisla svo það er búið að vera nóg um að vera. Við vorum öll fjölskyldan í fríi í dag og það var ótrúlega notalegt. Við ætluðum að fara eftir tartaletturnar í bæinn að rölta en það var svo svakalega kalt úti að við slepptum því. Við fórum í staðin með pakka í leikskólan hennar Emmu, svo fór ég í plokkun og síðan gerðum við Emma saman Rocky Road, uppskrift hér. Núna er Oliver að sækja WokOn fyrir okkur, nýja jólaréttinn þeirra, sem ég er mjög spennt að smakka. Svo ætlum við að horfa á Christmas Vacation í kvöld eins og við gerum alltaf á Þorláksmessu yfir heitu súkkulaði með rjóma, uppskrift hér. Ég ætla svo að skella í Toblerone ís og Ris a la mande (uppskrift hér) í kvöld fyrir morgundaginn.

Á morgun ætla ég að halda í enn eina nýlega hefðina sem skapast hefur á okkar heimili og það er aðfangadags morgunmatur. Þá vakna ég fyrst af öllum og bý til pönnukökur, beikon, eggjahræru og allskonar meðlæti. Það er mjög kósí að vera ein í myrkrinu með kerti að undirbúa og svo þegar þau vakna er svo mikil spenna að kíkja í skóinn og byrja daginn. Við erum með mömmu á aðfangadag þannig í hádeginu þá fáum við tengdó til okkar í Ris a la mande, til þess að hitta þau eitthvað á aðfangadag. Við þurfum svo að skutlast með nokkra pakka áður en við förum til mömmu. Við erum alltaf með hamborgarhrygg á jólunum og ætlum ekkert að bregða útaf vananum í ár. Við horfum á Elf eins og vanalega (við erum með ansi margar hefðir eins og sést í þessari færslu) og erum með jólanammiskál sem ég hef tekið að mér að útbúa.

Ég vona að þið eigið öll gleðileg jól og njótið vel með fólkinu ykkar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s