Ris a la mande

Í hádeginu fórum við fjölskyldan fyrir utan Landspítalan að heilsa upp á ömmu Olivers sem liggur þar inni. Við megum ekki fara inn, amk ekki öll og vorum því fyrir utan gluggan hennar. Þar næst fórum við í Kringluna aðeins að stússast, svo er ég bara búin að vera ein heima að dunda mér í dag að klára að vinna þessa færslu og svo pakka inn gjöfum sem heimilisfólk mátti ekki sjá. Þetta er búinn að vera svo notalegur sunnudagur.

Ég ákvað að taka það á mig að búa til Ris a la mande snemma til þess að geta haft færsluna tilbúna fyrir aðfangadag. Það kom ekki að sök, ég er búin að vera að stelast í. Ég fæ alltaf Ris a la mande hjá föðurömmu minni annan í jólum og þá er hann borinn fram með karamellusósu. Ég er samt líka mjög hrifin af klassísku kirsuberjasósunni. Pabbi hann fær sér Ris a la mande, karamellusósu og bismarkís og blandar því öllu saman, ég þarf einhverntíman að prufa þessa blöndu hjá honum!

 • 2 dl grautargrjón
 • 1 líter nýmjólk
 • 2 vanillustangir
 • 100 gr hvítt súkkulaði
 • 2 msk flórsykur
 • 500 ml rjómi
 • 100 gr möndlur

Byrjað er að setja hrísgrjón í pott með smá vatni (um 1 dl) og leyfa suðunni að koma upp og sjóða í 2 mínútur. Þá er mjólkinni bætt saman við í skömmutum og passað að hræra allan tíman. Bætið fræunum úr vanillustöngunum útí og hrærið saman við. Hrærið þar til grjónin eru soðin í gegn og mjólkin gufuð upp. Þá er súkkulaðinu hrært saman við á meðan grauturinn er heitur. Leyfið grautnum að kólna alveg, best ef það er yfir nótt í kæli. Þeytið rjómann með flórsykrinum og blandið varlega saman við grautinn með sleif. Saxið möndlurnar og blandið saman við.

Karamellusósa

 • 3 dl rjómi
 • 3 dl síróp
 • 3 dl sykur
 • 3 tsk vanillusykur
 • klípa salt

Öll hráefnin eru sett saman í pott og hrært saman í ca 5 mín á meðalhita.

Ein athugasemd á “Ris a la mande

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s