Döðlugott

Tengdamamma mín gerir svo gott döðlugott. Hún gerir það fyrir öll tilefni og eru jólin engin undantekning. Við horfðum saman á Jólagesti Björgvins á laugardagskvöldið og skelltum í bæði döðlugott og rocky road á meðan. Þetta er svo sjúklega ávanabindandi, maður getur ekki hætt að laumast í.

  • 250 gr döðlur
  • 100 gr púðursykur
  • 150 gr smjör
  • 2 pakkar lakkrísreimar
  • 2 bollar rice krispies
  • 300 gr suðusúkkulaði

Byrjið á því að hakka döðlurnar í matvinnsluvél. Síðan er döðlunum hellt í pott með púðursykrinum og smjörinu og hrært þar til smjörið er alveg bráðnað. Skerið lakkrísreimarnar í bita og bætið þeim í pottinn og hrærið saman við. Svo er Rice Krispies hrært saman við og slökkt undir hellunni. Hellið Rice Krispies blöndunni í form klætt bökunarpappír. Leyfið þessu að kólna í ísskáp áður en súkkulaðið er brætt og dreift yfir. Þegar súkkulaðið hefur harðnað er döðlugottið skorið í bita. Mér finnst langbest að geyma í kæli.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s