Ég sá uppskrift af þessum trufflum á instagram hjá einni sænskri sem ég fylgi og ég varð að prófa. Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Þetta er fullkomið auðvelt sælgæti sem ætti að slá verulega í gegn.

- Kladdkaka, uppskrift hér
- Piparkökudeig (ég notaði keypt)
- 200 gr suðusúkkulaði
Byrjað er á því að gera kladdköku og baka hana í aðeins styttri tíma en hún á að bakast svo hún sé vel klessuleg og klístruð. Hún er svo hrærð í hrærivél svo hún verði að nokkursskonar deigi. Ef kakan er ekki nógu blaut er hægt að bræða smá súkkulaði og blanda saman við. Svo er piparkökudeiginu rúllað í litlar kúlur og svo kladdkakan sett utanum. Þegar kúlurnar eru tilbúnar eru þær látnar standa í ísskáp og leyft að kólna áður en bræddu súkkulaði er hellt yfir. Leyfið súkkulaðinu að stífna í ísskáp og njótið. Þær eru bestar kaldar.