Mascarponekrem með berjum

Mamma á afmæli í dag og var með afmæli núna í kvöld. Hún bauð uppá klikkaðan eftirrétt sem ég verð að deila með ykkur uppskriftinni.

Mascarpone krem

  • 2.5 dl rjómi
  • 150 gr hvítt súkkulaði
  • 125 gr mascarpone

Setjið rjóma í pott og náið upp suðu. Brjótið súkkulaðið í og hrærið þar til bráðnað. Leyfið þessu að kólna í ísskáp yfir nótt eða þar til alveg kalt. Þeytið rjómablönduna þar til stíf. Þeytið mascarpone og bætið varlega við rjómablönduna.

Jarðaber

  • 8 stk basillauf
  • vanillustöng
  • 2 dl sykur
  • 2 dl vatn
  • Smá svartur pipar
  • 16 stk jarðaber

Klippið vanillustöng í tvennt. Hakkið basillaufin fínt. Sjóðið vatn, vanillustöng, sykur, basil og piparinn. Leyfið að kólna í ísskáp. Skerið jarðaberin í fernt. Leyfið jarðaberjunum að standa í leginum í ísskáp í klukkutíma.

Kexmulningur

  • 2 msk mulið digestive kex
  • 2 msk hveiti
  • 1.5 msk brætt smjör
  • 1.5 msk sykur
  • Smá salt
  • kardimomma (kryddið ekki dropar)

Blandið öllu saman nema kardimommunni og dreifið á bökunarplötu, stráið smá kardimommu yfir. Bakið á 200° þar til brúnast.

Ein athugasemd á “Mascarponekrem með berjum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s