Áramóta eftirréttir

Ég eiginlega trúi ekki að það sé gamlársdagur á morgun. Ég þurfti að kíkja í símann minn á dagatalið áðan til þess að vera viss. Mér finnst þetta ár hafa flogið hjá, maður er enn að jafna sig á árinu 2020 og þá er bara komið 2022! Þetta ár var samt sem áður mjög stórt fyrir mig þar sem ég tók skrefið út fyrir þægindarammann og ákvað að byrja að blogga. Þegar ég skoða hvenær ég stofnaði bloggið þá kemur árið 2017. Þá bjó ég til þessa bloggsíðu en það tók mig 4.5 ár að þora að ýta á publish. Eins sorglegt og það er að ég hafi verið að láta hræðslu um skoðanir annarra halda mér frá því sem mér finnst svona skemmtilegt, þá er ég rosalega stolt af sjálfri mér og veit að 2017 ég er ánægð með mig.

Ég var í sturtu þegar ég fékk að vita að ég var beðin um að vera með í Vikunni, fyrsta hugsunin var „alls ekki!“ en ég ákvað að prófa að segja bara já og vá hvað ég er ánægð. Það er alveg ótrúlegt hvað maður er gjarn á að lyfta öllum öðrum í kringum sig upp en um leið og það kemur að manni sjálfum er maður tilbúinn að brjóta sjálfan sig niður. Ég ætla að halda áfram að vinna í þessu 2022, að standa með sjálfri mér.

Ég ætla að hafa þristamús að ósk bróður Olivers í eftirétt á morgun og svo gerði ég marengsstafi sem mynda „22“ úr eggjahvítunum sem urðu afgangs úr músinni. Ég ætla að deila með ykkur nokkrum hugmyndum af eftirréttum fyrir morgundaginn sem ég hef gert og mæli með. Uppskriftin af þristamúsinni finnið þið hér.

Súkkulaði pavlovur með saltkaramellu og salthnetum – ýtið hér fyrir uppskriftina.

Mascarponekrem með berjum – ýtið hér fyrir uppskriftina.

Salthnetu-ostakaka – ýtið hér fyrir uppskriftina.

Marensrúlla með ástaraldin

Marengsrúlla með ástaraldin – mamma gerði þessa alltaf á áramótunum, ótrúlega góð og fersk. Ýtið hér fyrir uppskriftina.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s