Súkkulaði pavlovur með saltkaramellu og salthnetum

Núna á fimmtudaginn kom nýjasta tölublað Vikunnar út, en þar er ég að gefa 3 uppskriftir og smá spjall við mig. Ég var smá kvíðin að vera með en það var algjör óþarfi að vera það því þetta var bara ótrúlega gaman. Ég er búin að fá rosalega góð viðbrögð og er rosalega þakklát fyrir það. Ég er líka mjög þakklát fyrir góðar viðtökur við blogginu mínu sem ég var búin að vilja opna í mjög langan tíma. Ég vil mæla með því að ef einhver hefur áhuga á að blogga, að bara byrja. Það er lang erfiðast að byrja en það er bara eitthvað sem maður miklar fyrir sér. Síðan auðvitað mæli ég með því að þið kaupið Vikuna og lesið viðtalið og uppskriftinar frá mér.

Ég bauð uppá þennan eftirrétt um daginn þegar ég var með matarboð. Það er mjög auðvelt að skella í þennan eftirrétt og var hann alveg ótrúlega góður. Oliver er yfirleitt ekki hrifinn af marengs en honum fannst þetta alveg sjúklega gott!

Hráefni í pavlovur (ca 6 stk)

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • 50 gr suðusúkkulaði

Aðferð

Byrjað er á því að bræða súkkulaðið og leyfa því aðeins að kólna. Síðan er eggjahvítunum þeytt saman við sykurinn þar til blandan er stífþeytt. Síðan er súkkulaðinu hellt útí, ég notaði skeið til þess að hella súkkulaðinu ofaní í einhversskonar hringi og hrærði svo varlega saman til þess að fá smá marmaraáferð. Síðan er marengsinn settur á bökunarplötu í 6 pavlovur og ég þrýsti með skeið í miðjuna á hverri pavlovu til þess að fá smá holu í hana. Síðan eru pavlovurnar settar í ofninn á 120° í klukkustund. Þá er slökkt á ofninum og leyft pavlovunum að standa þar til ofninn er kólnaður.

Hráefni í saltkaramellu

  • 1 dl rjómi
  • 1 dl síróp
  • 1 dl sykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • klípa salt

Aðferð

Öll hráefnin eru sett saman í pott og hrært saman í ca 5 mín á meðalhita. Ég hef líka auðveldað mér uppskriftina með því að kaupa tilbúna karamellusósu í t.d. Krónunni.

Síðan er saltkaramellan sett í pavlovurnar og síðan er léttþeyttur rjómi settur ofaná og saxaðar salthnetur. Síðan er gott að raspa súkkulaði yfir en ég gerði það hér, einnig notaði ég afganginn af brædda súkkulaðinu og setti yfir.

Ein athugasemd á “Súkkulaði pavlovur með saltkaramellu og salthnetum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s