Djúsí súkkulaðikaka

Þessi kaka er tilvalin að gera fyrir helgina. Hún er ótrúlega bragðgóð og mjúk.

Hráefni í kökuna

 • 2 bollar sykur
 • 2 bollar hveiti
 • 1 1/4 bolli kakó
 • 1 1/2 tsk matarsódi
 • 1 1/2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 1/4 tsk kanill
 • 1 bolli mjólk
 • 2 egg
 • 1/2 bolli olía
 • 1 bolli heitt vatn
 • 1 teskeið af instant kaffi
 • 1 1/2 tsk vanilludropar

Aðferð

Byrjað er á að hita ofninn í 175°. Blandað er vel saman þurrefnum í skál. Síðan er eggjunum og mjólkinni bætt við og hrært saman. Síðan er heita vatninu og kaffinu blandað saman og sett í blönduna ásamt olíunni og vanilludropunum. Þessu er öllu hrært saman en passa þarf að hræra ekki of mikið. Ég setti deigið í 2 hringform en hægt er að setja í eitt dýpra eða í skúffu. Bakað í 35-40 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn úr kökunni.

Hráefni í súkkulaðiganache

 • 200 gr af suðusúkkulaði (má vera annað súkkulaði t.d. mjólkur eða hvítt)
 • 1 bolli rjómi

Aðferð

Rjóminn er settur í pott og hitaður á miðlungs hita þar til suðan fer að koma upp. Þá er rjómanum hellt yfir súkkulaðið og látið standa í 2 mín. Síðan er þessu hrært saman þar til súkkulaðið er allt bráðið. Ef blandan er of þunn þá er meira súkkulaði bætt við. Til þess að fá ganache-inn stífari er hann settur í smá stund inn í ísskáp. Þegar kakan er búin að kólna má setja ganache-inn á. Ég setti síðan kókosmjöl yfir en það er bara smekksatriði hvernig og hvort maður vilji skreyta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s