Ég elska kartöflur og hef þær oftar en ekki sem meðlæti með kvöldmatnum. Mér finnst gaman hvað er hægt að útbúa kartöflur á marga vegu. Þessi uppskrift varð til þegar ég ákvað að prufa bara að nota það sem ég átti til í ísskápnum og var útkoman mjög góð! Oliver sagði “þú verður að setja þetta á bloggið!”

Hráefni
- Kartöflur
- Smjör
- Timían
- Hvítlauksrif
- Steinselja
- Salt og pipar
Byrjað er á að sjóða kartöflurnar þar til þær fara að mýkjast. Síðan er kartöflunum raðað á bökunarplötu og klesstar niður, ég notaði glas. Síðan er smjöri brætt og í það er pressað hvítlauksrif, timían og saxaðri steinselju bætt við. Síðan er blöndunni penslað á kartöflurnar og skellt inn í ofn í 15 mínútur á 200. Síðan er salti og pipar stráð yfir eftir að kartöflurnar eru teknar úr ofninum.