Silvíukaka

Þessi kaka er ótrúlega einföld og fljótleg. Ég held að margir eigi til öll hráefnin í hana. Þessa köku gerði mamma ótrúlega oft þegar ég var yngri en hún er uppáhalds kaka sænsku drottningunar, Silvíu.

Hráefni í köku

  • 2 egg
  • 2 dl sykur
  • 1 dl vatn
  • 2 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft

Hitið ofninn í 175°. Hrærið egg og sykur saman þar til létt og ljóst. Bætið vatninu saman við og hrærið snögglega. Bætið hveiti og lyftidufti út í og hrærið þar til deigið verður slétt. Setjið deigið í smurt bökunarform og bakið í ca 30 mínútur.

Hráefni í glassúr

  • 75 gr smjör
  • 1 dl sykur
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 eggjarauða
  • Kókósmjöl (strá yfir glassúr)

Á meðan kakan er í ofninum er glassúrinn gerður. Bræðið smjörið í litlum potti við vægan hita og hrærið sykri, vanillusykri og eggjarauðu saman við.

Þegar kakan er tilbúin er glassúrinn breiddur yfir kökuna og kókosmjöli stráð yfir.

Ein athugasemd á “Silvíukaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s