Hnetusmjörskökur

Ég sá uppskrift af þessum kökum á tiktok og ákvað að prófa. Það sem heillaði mig var það að bæði voru rosalega fá hráefni sem þurfti, ég átti allt til í þær, síðan eru þær rosalega fljótgerðar og svo elska ég hnetusmjör. Ég bætti við smá heslihnetum ofaná til þess að gera þær aðeins betri (að mínu mati) en það er alveg hægt að sleppa því.

Hráefni

  • 1 bolli púðursykur
  • 1 bolli hnetusmjör
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 egg
  • súkkulaðidropar eftir smekk
  • heslihnetur eftir smekk

Aðferð

Byrja á að kveikja á ofninum á 175° blástur. Síðan er öllum hráefnum blandað vel saman, ég setti heslihneturnar bara á toppinn á kökunum en ekki í deigið. Svo er deiginu skipt í ca. 12 kúlur og raðað á plötu með bökunarpappír og kúlurnar eru klesstar niður (mikilvægt því annars verða þær of þykkar). Síðan er heslihnetunum stráð yfir og þrýst aðeins ofaní deigið til þess að þær haldist. Síðan er þessu skellt inn í ofn í 15 mínútur. Síðan þurfa kökurnar aðeins og fá að standa og kólna eftir að þær eru bakaðar til þess að þær haldi sér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s