Um daginn var ég með alveg ótrúlega góðan mat í kvöldmatinn og var það smá tilraunastarfsemi. Ég man eftir því þegar ég var í grunnskóla þá var oft svona nautagúllas með annaðhvort hrísgrjónum eða þá kartöflumús. Mér fannst þetta svo svakalega gott og langaði mig að reyna að gera þetta sjálf. Ég fór svo að reyna að finna uppskrift að svona „skólagúllasi“ s.s. nautagúllas kjöt, í brúnni sósu, en fann ekkert eins og ég var að leita að.

Ég bjó því bara til eitthvað líkt þessu í minningunni og mér fannst það bara heppnast alveg rosalega vel.
Hráefni:
- 50. gr. smjör
- Nautagúllas kjöt
- 500 ml. rjómi
- 2x nautateningar
- Salt og pipar
- Cayenne pipar
- Maizena sósuþykkir
- Sósulitur
Ég byrjaði á því að bræða ca. 50 gr. af smjöri á pönnu og steikja svo kjötið rétt til að „loka“ öllum hliðum. Síðan helli ég rjómanum útá og lækka niður í miðlungshita. Myl yfir teningana og krydda. Síðan leyfi ég þessu að malla í amk korter. Svo set ég lit og sósuþykki eftir sem mér finnst vanta. Þetta var alveg ótrúlega gott borið fram með kartöflumús. Næst myndi ég vilja prófa að setja t.d. gulrætur og lauk útí. En þetta var bara það sem ég átti til og var það alveg rosalega gott, mæli með að prófa!
Er að prófa þessa í dag.
Líkar viðLíkað af 1 einstaklingur
Vona að þetta hafi smakkast vel!
Líkar viðLíkar við
Sleppti músinni, þrefaldaði grænmeti. Tókst vel. Takk.
Líkar viðLíkar við