Emma var lasin um daginn og ég nennti ekki út í búð. Ég ákvað því að finna bara eitthvað sem var til í ísskápnum og elda úr því. Úr varð þetta ótrúlega einfalda og góða pastasalat.

Hráefni
- Tagliatelle
- Grænt pestó
- Rauð paprika
- Kirsuberjatómatar
- Klettasalat
- Primadonna
Ég byrjaði á að sjóða pastað eins og stóð á pakkningunni. Blandaði síðan pestóinu við pastað. Síðan saxaði ég niður paprikuna og skar í fernt tómatana. Síðan blanda ég öllu saman og toppa með Primadonna osti og svo er líka gott að setja smá chili flögur á.