Kókoskúlukaka

Í Svíþjóð er eitt uppáhaldið mitt „chokladboll“ eða á íslensku „kókoskúla“. En í Svíþjóð tíðkast oft að rúlla kókoskúlunum upp úr perlusykri frekar en kókos, sem mér þykir betra. Þá er í raun enginn kókos í kókoskúlunni og er því eiginlega betra að kalla þetta eins og Svíarnir bara „chokladboll“, eða súkkulaðikúla!

Ég sá uppskrift hjá sænskri stelpu sem heitir Frida að þessari köku og varð að sjálfsögðu að prófa. Hún var mjög einföld og fljótleg en kakan þarf ekki að bakast í ofni og geymist líka vel í kæli.

Hráefni í kökuna

  • 200 gr mjúkt smjör
  • 1 dl uppáhellt kaffi (kælt)
  • 2 dl sykur
  • 8 dl hafrar
  • 1 dl kakó
  • 2 tsk vanillusykur
  • smá salt
  • perlusykur (í skreytingu)

Allt er hnoðað saman í hrærivél í nokkrar mínútur eða þar til allt er blandað vel saman. Þá er deiginu þrýst í form sem búið er að setja plastfilmu í. Ef maður vill skreyta kökuna með kúlum þá tekur maður ca 3 msk af deiginu til hliðar fyrir það. Kakan er sett í frysti í 30 mín til að ná að stífna, eða ef hún er gerð daginn áður er nóg að setja í kæli.

Hráefni í súkkulaðikrem

  • 100 gr mjólkursúkkulaði
  • 1/2 dl rjómi

Byrjað er á að setja rjómann í pott á meðalháann hita. Þegar rjóminn hefur hitnað er súkkulaðinu hellt útí og hrært þar til það er bráðnað. Þá er potturinn tekinn af hellunni og blandan látin kólna.

Þegar kakan er tekin úr frysti/kæli er plastfilman fjarlægð, kanturinn er rúllaður uppúr perlusykri og kakan sett á disk. Síðan er súkkulaðinu hellt yfir og flott að setja aðeins út fyrir kantana. Svo er rjóma sprautað á (ekki nauðsynlegt) og að lokum skreytt með kúlunum. Gott er að hafa ber með til að jafna út bragðið. Látið kökuna standa við stofuhita í amk 15 mín áður en hún er borin fram.

2 athugasemdir á “Kókoskúlukaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s