Maísstönglar með lime-aioli

Ég rakst á þessa uppskrift á sænskri instagram síðu og varð að prófa. Þetta er fullkomið meðlæti með grilli til dæmis, öllum fannst þetta sjúklega gott.

Hráefni (miðast við 3 maísstöngla)

  • Maísstönglar
  • 3 dl af majónesi
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2 lime
  • Salt, pipar og hvítlaukssalt
  • Vorlaukur
  • Jalapeno
  • Parmesan
  • Kóríander

Byrja á því að grilla eða steikja maísin. Í aioli-ið þarf að byrja á því að pressa hvítlauksgeirana, því næst er því hrært saman við majónesið, kryddað með salti, pipar og hvítlaukssalti eftir smekk og svo er kreistur safi úr lime útí og smá börkur af lime raspaður útí. Síðan er þessu öllu hrært saman og sett yfir maísstönglana.

Þetta er síðan toppað með söxuðum vorlauk, jalapeno, parmesan og kóríander.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s