Kramdar hvítlaukskartöflur

Ég elska kartöflur og hef þær oftar en ekki sem meðlæti með kvöldmatnum. Mér finnst gaman hvað er hægt að útbúa kartöflur á marga vegu. Þessi uppskrift varð til þegar ég ákvað að prufa bara að nota það sem ég átti til í ísskápnum og var útkoman mjög góð! Oliver sagði “þú verður að setja þetta á bloggið!”

Hráefni

 • Kartöflur
 • Smjör
 • Timían
 • Hvítlauksrif
 • Steinselja
 • Salt og pipar

Byrjað er á að sjóða kartöflurnar þar til þær fara að mýkjast. Síðan er kartöflunum raðað á bökunarplötu og klesstar niður, ég notaði glas. Síðan er smjöri brætt og í það er pressað hvítlauksrif, timían og saxaðri steinselju bætt við. Síðan er blöndunni penslað á kartöflurnar og skellt inn í ofn í 15 mínútur á 200. Síðan er salti og pipar stráð yfir eftir að kartöflurnar eru teknar úr ofninum.

Maísstönglar með lime-aioli

Ég rakst á þessa uppskrift á sænskri instagram síðu og varð að prófa. Þetta er fullkomið meðlæti með grilli til dæmis, öllum fannst þetta sjúklega gott.

Hráefni (miðast við 3 maísstöngla)

 • Maísstönglar
 • 3 dl af majónesi
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 2 lime
 • Salt, pipar og hvítlaukssalt
 • Vorlaukur
 • Jalapeno
 • Parmesan
 • Kóríander

Byrja á því að grilla eða steikja maísin. Í aioli-ið þarf að byrja á því að pressa hvítlauksgeirana, því næst er því hrært saman við majónesið, kryddað með salti, pipar og hvítlaukssalti eftir smekk og svo er kreistur safi úr lime útí og smá börkur af lime raspaður útí. Síðan er þessu öllu hrært saman og sett yfir maísstönglana.

Þetta er síðan toppað með söxuðum vorlauk, jalapeno, parmesan og kóríander.