Jarðaberja-Daim terta

Þessi kaka er fullkomin núna þegar er loksins farið að vora. Ég enduruppgötvaði á dögunum Silvíukökuna, sem er á blogginu, uppskrift hér. Ég bakaði hana í vinnunni tvisvar við miklar undirtektir, hún er svo létt og góð og allt öðruvísi en venjulegar kökur. Mér datt í hug að það gæti verið gott að gera smá tvist á Silvíuköku uppskriftina með því að breyta kreminu ofaná. Það heppnaðist bara ótrúlega vel og úr varð fullkomin vor/sumarkaka. Á sumrin í Svíþjóð er mikið boðið uppá jarðaberjatertur og finnst mér þessi uppskrift minna mig á svoleiðis.

  • 2 egg
  • 2 dl sykur
  • 1 dl vatn
  • 2 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft

Byrjað er á að þeyta saman egg og sykur þar til létt og ljóst. Bætið saman við vatninu og hækkið á kraftinum í hrærivélinni. Þegar þetta er allt orðið vel blandað þá er lækkað aftur í hrærivélinni og hveitinu og lyftiduftinu er bætt saman við. Hellið deiginu í smurt hringform og bakið við 175° í 30 mínútur.

  • 2 dl rjómi
  • 1 msk vanilludropar
  • 3 Daim stykki
  • 1 askja jarðaber

Þeytið rjómann og vanilludropa þar til rjóminn er farinn að mynda toppa. Fínsaxið Daim og jarðaber og hrærið varlega saman við rjómann með sleif. Dreifið yfir kökuna þegar hún er alveg búin að kólna og njótið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s