Síðustu dagar

Jæja, ég veit bara ekki hvar ég á að byrja, það er orðið svo langt síðan ég bloggaði síðast. Við fjölskyldan erum búin að vera síðustu tvær vikur í algjörri slökun í Orlando. Það var sjúklega næs að bara slaka á í sólinni og vera með fjölskyldunni. Við fórum 9 saman og vorum öll í sama húsinu, það var ótrúlega notalegt. Þetta var fyrsta utanlandsferðin hennar Emmu og við erum ennþá bara ekki að trúa hvað allt ferðalagið gekk vel með hana. Hún var svo dugleg að sofa í fluginu sem betur fer því þetta er 8 tíma flug.

Við komum svo heim í gærmorgun eftir næturflug. Það er alltaf svo gott að koma aftur heim eftir svona frí og fara í sína sturtu og sofa í sínu rúmi. Ég er í dag bara að dunda mér að ganga frá öllu dótinu sem við keyptum og þvo þvott. Emma fór í leikskólan í dag og Oliver í vinnuna. Emma var svo spennt að komast í leikskólan aftur að hitta alla krakkana að hún mátti varla vera að því að kveðja mig í morgun..

Ég hafði ætlað mér að setja inn apríl óskalista eins og ég vil byrja að gera mánaðarlega hérna á blogginu en ég er bara nýkomin heim úr verslunarferð þar sem var keypt allt of mikið af dóti svo ég er mjög hugmyndarsnauð af hlutum sem eru á óskalistanum þessa stundina. Ég á afmæli núna á þriðjudaginn og ég verslaði mér nokkrar gjafir sjálf úti. Ég er búin að vera dugleg að sýna frá ýmsu sem ég keypti úti á Instagram. Svo er ég með Florida highlight á Instagram hjá mér ef þið hafið áhuga á að skoða það. Ég mun líklegast sýna eitthvað frá afmælisundirbúning á þar líka.

Ég er spennt að vera komin heim í eldhúsið mitt og geta byrjað að setja uppskriftir hingað inn aftur. Ég keypti mér nokkrar uppskriftabækur úti sem ég er spennt að prófa að elda uppúr, kannski enda einhverjar hér ef þær eru góðar. Ég vildi bara setja smá innlegg hérna inn eða uppfærslu, ég ætla ekkert að hafa þetta eitthvað mikið lengra. Takk fyrir að lesa, mér þykir voða vænt um að sjá að margir eru að lesa bloggið þótt ég hafi ekki sett neitt inn í rúmlega tvær vikur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s