Lasagna

Núna styttist heldur betur í Florida ferðina okkar fjölskyldunnar. Ég var í allan gærdag að undirbúa heimilið, að koma því í gott stand fyrir brottför og aðeins byrja að týna í töskur. Það var frekar týpískt að í morgun kl 5 vaknaði ég við ælugusu sem lenti að sjálfsögðu í rúminu. Það var mjög hressandi að þurfa að baða Emmu, sem bar ábyrgð á gubbinu, rífa af rúminu, setja í vél og djúphreinsa dýnuna allt fyrir kl 6 í morgun. Ég er að reyna að horfa samt á björtu hliðarnar og er fegin að þetta gerðist núna en ekki daginn sem við förum. Það verður svo gott að komast í frí, ennþá betra eftir þennan dag sem við erum búnar að eiga haha!

Ég fór í mat til mömmu á fimmtudaginn síðastliðinn. Við Emma fórum beint eftir vinnu til mömmu í Mosó og við erum búnar að vera þar í svona hálftíma þegar allt í einu labbar bróðir minn inn í stofu þar sem við erum, hann býr í Danmörku og ég hafði ekki séð hann síðan um jólin, og allt í einu birtist hann bara óvænt. Ég var vægast sagt í sjokki! Vá þetta var svo skemmtilegt að fá loksins að knúsa hann, það voru nokkur tár sem féllu þarna, mest frá mér haha. Mamma bauð svo uppá eitt besta lasagna sem ég hef fengið. Ég myndaði það fyrir bloggið og bað hana að senda mér uppskriftina sem er af sænskri síðu sem heitir Matplatsen. Ég ætla sko að skella í þetta lasagna um leið og við komum aftur heim frá Florida.

Hakkblandan

  • 1 kg nautahakk
  • 2 laukar
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 4 dl hakkaðir tómatar
  • 2 dl vatn
  • 1 msk dijon sinnep
  • 2 msk fljótandi nautakraftur
  • 1 grænmetisteningur
  • 2 msk soya

Brúnið laukinn á pönnu og bætið svo hakkinu út á. Þegar hakkið er orðið eldað þá er restin af hráefnunum bætt við og leyft að malla í 45 mínútur.

Bechamel

  • 100 gr smjör
  • 0.75 dl hveiti
  • 5 dl mjólk
  • 3 dl rjómi
  • 5 dl rifinn ostur

Bræðið smjör og bætið hveitinu saman við og hrærið í smjörbollu. Bætið svo rest við og hrærið þar til osturinn er bráðnaður. Kryddið með salt og pipar.

Annað

  • Lasagnaplötur
  • Rifinn ostur yfir lasagnað

Raðið lasagnaplötu, hakki og bechamel til skiptis í eldfast mót og toppið með osti, eldið í 35 mínútur í miðjum ofni á 200°. Leyfið svo aðeins að standa áður en borið er fram. Berið fram með góðu salati, parmesan og hvítlauksbrauði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s