Mini Eggs-ostakaka

Nei nú held ég að ég hafi búið til bestu köku sem ég hef nokkurntíman gert! Ég held ég sé ekki einu sinni að ýkja. Ég sá þessa köku á Instagram hjá breskri konu sem heitir Jane Dunn og ég bara varð að prófa sjálf, þetta gat ekki klikkað. Ég elska Mini Eggs frá Cadbury, þau eru það sem ég á erfiðast með að standast yfir páskana. Þegar ég sá köku þar sem þau voru aðal innihaldið þá stóðst ég ekki mátið, ekki nóg með það er ostakaka uppáhaldið mitt líka.

Kexbotn

  • 1 pakki Digestive kex (400 gr)
  • 200 gr smjör

Myljið kexið í matvinnsluvél og blandið saman við bræddu smjöri. Þrýsið blöndunni í botninn á smelluformi og setjið í kæli.

Fylling

  • 500 gr rjómaostur
  • 2 dl flórsykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 plata Cadbury mjólkursúkkulaði (hægt að nota hvaða súkkulaði sem er)
  • 3 dl rjómi
  • 2 pokar af Mini Eggs (í fyllinguna, ég notaði svo annan ofaná kökuna sem skraut)

Byrjað er á að bræða súkkulaðið í örbylgjuofni, ég vil nota Cadbury súkkulaðið því það er sama súkkulaðið og er í eggjunum en það má auðvitað nota hvaða súkkulaði sem er. Leyfið súkkulaðinu aðeins að kólna og á meðan þeytið saman rjómaostinn, flórsykurinn og vanilludropana. Þegar súkkulaðið er aðeins búið að fá að standa er því hellt saman við rjómaostablönduna og þeytt vel. Bætið rjómanum í rjómaostablönduna og þeytið þar til blandan er orðin þykk, passið samt að ofþeyta ekki. Ég notaði matvinnsluvél til þess að hakka niður Mini Eggin og blandaði þeim varlega saman við fyllinguna með sleif. Hellið svo fyllingunni yfir kexbotninn og leyfið að standa í ísskáp í að minnsta kosti 4 klst, best yfir nótt. Skreytið svo með fleiri Mini Eggs eða í raun hverju sem er.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s