Þrista rúlluterta

Þegar ég var yngri þá elskaði ég rúllutertur, þær voru uppáhaldið mitt. Ég man hvar ég var þegar ég smakkaði hana fyrst og allt, án þess að reyna að hljóma dramatísk! Ég var í bústað með fjölskyldunni minni á Akureyri og mamma keypti rúllutertu frá Kristjáns Bakarí. Ég hef verið um 10 ára og ég hafði bara aldrei á ævinni smakkað neitt jafn gott. Ég gerði þessa rúllutertu með kærastann og mág minn í huga en þeir elska Þrista. Mér datt í hug að það gæti verið gott að setja einhversskonar nammifyllingu í rúllutertu og það var bara alls ekki slæm hugmynd þó ég segi sjálf frá.

  • 3 egg
  • 1.5 dl sykur
  • 0.75 dl hveiti
  • 2 msk kakó
  • 1 tsk lyftiduft
  • 2 dl rjómi
  • 1 poki af Þrist

Byrjað er á að kveikja á ofninum á 225° blástur. Þeytið eggin og sykurinn saman þar til létt og ljóst og sigtið þá í þurrefnin. Hrærið þurrefnunum saman við eggjablönduna með sleif þar til orðið er slétt deig. Setjið smjörpappír á ofnplötu og dreifið deiginu yfir. Bakið inni í ofni í 5-7 mínútur. Takið ofnplötuna út og leyfið kökunni alveg að kólna. Ég rúllaði minni upp á meðan hún var heit, ennþá með pappírnum á svo hún myndi kólna í rúllu og koma þannig í veg fyrir sprungur. Stífþeytið rjóman og blandið varlega saman við með sleif fínhökkuðum Þristum. Passið að botninn sé alveg kaldur áður en þið dreifið rjómanum yfir. Setjið þunnt lag yfir allan botninn og rúllið honum svo varlega upp og takið pappírinn frá. Sigtið flórsykri yfir og berið fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s