Grískar kjötbollur með tzatziki

Þessi uppskrift er sjúklega góð og valdi ég þess vegna að hafa hana í Vikunni þar sem ég gaf nokkrar uppskriftir. Þessar bollur eru algjör snilld til þess að bera fram á veisluborði eða í saumaklúbbi til dæmis.

Grískar kjötbollur

 • 600 gr nautahakk
 • 1 dl brauðrasp
 • 1 egg
 • 2 msk eplaedik
 • 2 msk ólífuolía
 • 1 rauðlaukur, fínsaxaður
 • 1 hvítlauksrif, pressað
 • 1/2 dl söxuð steinselja
 • 1/2 dl saxað dill
 • 1 tsk oreganó
 • salt og pipar
 • hveiti til þess að velta bollunum uppúr
 • olía til að steikja upp úr

Fínsaxið laukinn, steinseljuna og dillið. Blandið síðan öllum hráefnunum í eina skál (nema síðastnefnda) og best er að nota hendurnar við það. Búið til bollur úr blöndunni og setjið í kæli í a.m.k. 30 mín. Veltið síðan bollunum upp úr hveiti, dustið umfram hveitið af og steikið bollurnar upp úr olíu. Olían á að ná að þekja u.þ.b. hálfa bolluna. Steikið á miðlungshita þar til kjötbollurnar hafa fengið góðan lit, eða í um 3 mín. á hvorri hlið. Þerrið olíu af þeim með eldhúspappír og berið fram.

Tzatziki

 • 350 gr grísk jógúrt
 • 1 agúrka
 • 1 hvítlauksrif (pressað)
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1/2 msk ólífuolía
 • 1 msk dill
 • smá sjávarsalt

Byrjað er á að rífa niður heila gúrku. Svo er vatnið sigtað frá gúrkunni og gúrkunni pressað niður í sigtið til þess að losa allan umfram vökva. Síðan er öllum hráefnum blandað saman og sósan sett í kæli þar til borin fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s