Bláberjamöffins með sítrónu-rjómaostakremi

Oliver fór í kjálkaaðgerð síðasta fimmtudag, sem þýðir það að hann er víraður saman í 4 vikur. Hann var búinn að bíða eftir aðgerðinni í marga mánuði en hún var búin að frestast oft vegna Covid. Núna er ég því bara að elda fyrir mig og Emmu því hann má ekki borða neitt, bara drekka. Ég ákvað í gærkvöldi að baka þessar möffins, en ég hef ekki viljað baka neitt þar sem Oliver getur ekki smakkað. Hinsvegar þá vissi ég að þessar möffins myndu ekki freista hans of mikið þar sem hann er ekki mikið fyrir ber né sítrónu, og sló ég því til og sé alls ekki eftir. Namm hvað þessar eru góðar!

Bláberjamöffins

  • 2 egg
  • 2 dl sykur
  • 3 dl hveiti
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 2 tsk vanillusykur
  • 50 gr brætt smjör
  • 1 1/2 dl mjólk
  • 100 gr bláber

Byrjað er að hræra saman egg og sykur þar til létt og ljóst. Síðan er restinni af þurrefnunum blandað saman við og að lokum smjörinu og mjólkinni. Þegar deigið er tilbúið er bláberjunum hrært saman við. Síðan er deigið sett í form og bakað á 200° í 20 mínútur.

Sítrónu rjómaostakrem

  • 100 gr rjómaostur (við stofuhita)
  • 50 gr smjör (við stofuhita)
  • 150 gr flórsykur
  • 1 tsk sítrónusafi
  • smá sítrónubörkur

Rjómaostinum og smjörinu er þeytt saman og þegar það er vel blandað er flórsykrinum bætt saman við. Þegar allt er orðið vel blandað er sítrónusafanum hellt út í ásamt berkinum. Síðan er kreminu sprautað á möffinskökurnar.

2 athugasemdir á “Bláberjamöffins með sítrónu-rjómaostakremi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s