Kanilsnúðar

Á mánudaginn er kanelbullens dag í Svíþjóð eða „kanilsnúðadagurinn“. Þá er algjört möst að gera sér smá dagamun og fá sér snúð. Hér er uppskrift af ekta sænskum kanilsnúðum og var hún mjög einföld.

Kanilsnúðar

  • 50 gr ger
  • 50 gr smjör
  • 3 dl mjólk
  • 1/2 dl sykur
  • 7 dl hveiti

Byrjað er á að bræða smjörið og hella mjólkinni útí og blanda saman. Blandan er hituð þannig hún sé volg (ca 37°). Gerinu er hellt útí og leyst upp. Síðan er þurrefnum blandað saman við vel og viskastykki sett yfir og látið standa í 30 mínútur.

Fylling

  • 50 gr mjúkt smjör
  • 1/2 dl sykur
  • 2 tsk kanill

Öllum hráefnum blandað vel saman.

Síðan er deigið flett út á borðflöt sem er búið að dreifa á hveiti. Deigið á að vera um 30x40cm. Svo er fyllingunni dreift yfir og deiginu rúllað upp og skorið í ca 20 bita. Svo er snúðunum raðað á bökunarplötu og aftur sett viskastykki yfir í ca 20 mínútur. Svo er penslað eggi yfir snúðana og hellt perlusykri yfir. Bakað í miðjum ofni á 250° í 8 mínútur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s