Tómatsúpa

Þessi súpa er fullkomin haustsúpa að mínu mati. Hún er fljótgerð og það þarf ekkert að hafa fyrir henni. Ég hef gert hana með allskonar grænmeti sem er á síðasta snúning og hún er alltaf jafn góð. Ég gerði hana í fyrradag fyrir Oliver sem er ennþá bara á fljótandi og notaði þá líka gulrætur sem var líka mjög gott. Oliver setur smá tabasco útí en hann vill hafa súpuna extra sterka, svo það er smá tips frá honum fyrir þá sem eru fyrir sterkan mat.

  • 1 laukur
  • 6 tómatar
  • 1 rauð paprika
  • 5 hvítlauksrif
  • basilika
  • salt og pipar
  • ólífuolía
  • 1 msk rjómi
  • 1 msk balsamik- gljái
  • grænmetisteningur
  • chiliflögur eftir smekk
  • cayenne pipar

Skerið niður grænmetið og setjið það í eldfast mót með ólífuolíu, salti og pipar. Eldið í ofni í 30 mín. við 220°C. Fylgist vel með því. Grænmetið er tilbúið þegar kominn er smávegis litur á laukinn og grænmetið hefur mýkst. Setjið grænmetið í blandara og maukið saman, einnig er hægt að nota töfrasprota. Hellið blöndunni í pott með smávegis olíu, rjómanum, balsamikgljáa, grænmetisteningnum og kryddum og leyfið að malla. Sleppið cayenne- piparnum ef þið viljið ekki hafa súpuna sterka. Smakkið til og bætið við eftir smekk. Berið súpuna gjarnan fram með balsamikgljáa og basiliku. Hægt er að leika sér mikið með þessa uppskrift og hafa til dæmis sýrðan rjóma, parmesan-ost eða súrdeigsbrauð með.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s