Ég er ekki mikil ís manneskja, ég myndi yfirleitt alltaf velja frekar nammi. Hinsvegar ef ég ætti að velja mér uppáhalds ís þá væri það án efa hnetutoppur frá Emmess. Þegar ég sá að Emmess væri byrjað að selja bara hnetukurlið í búðum þá vissi ég að ég þyrfti að baka eitthvað úr því. Ég fór í smá hugmyndavinnu og datt svo í hug að sameina tvö uppáhöld, hnetukurl og kókoskúlur!

- 100 gr mjúkt smjör
- 1 dl sykur
- 1 tsk vanillusykur
- 2 msk kakó
- 3 dl haframjöl
- 2 msk kælt kaffi
- poki af hnetukurli
Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið vanillusykri, kakó, haframjöli og kaffi saman við og vinnið vel saman. Rúllið litlar kúlur úr deginu og veltið þeim upp úr kókosmjöli. Geymið kókoskúlurnar í ísskáp.

