Pasta Alfredo og Chicken Milanese

Þessi réttur er án efa einn af mínum uppáhalds. Þessi er svona algjört „comfort food“. Ég setti inn á Instagram um daginn þegar ég var að útbúa þennan rétt og fékk þónokkrar fyrirspurnir um uppskrift svo hér er hún. Þessi uppskrift miðast við tvo.

 • 2 kjúklingabringur
 • 2 egg
 • hveiti
 • brauðrasp
 • 3-4 greinar af salvíu
 • 4 hvítlauksgeirar
 • olía

Byrjað er á að skera bringurnar þvert á lengdina (til þess að þynna þær og fá 4 bita). Síðan er gott að berja þær niður til þess að fá þær extra þunnar. Síðan er bringunum velt upp úr hveitinu, síðan eggjunum og svo raspinum. Síðan er sett olía í pönnu, botnfylli (ca 1-2 cm upp pottinn) af olíu. Byrjað er að setja hvítlaukinn í og svo salvíuna. Síðan er kjúklingurinn settur í olíuna og steiktur þar til hann fær fallegann lit.

 • 125 gr tagliatelle
 • 50-80 gr smjör
 • parmesan
 • pastavatn

Byrjað er á að sjóða pastað eins og leiðbeiningar sýna. Mér finnst best að sjóða í 2 mínútur styttra en tíminn á pakkningunni segir til þar sem það mun fara á pönnu og verða mýkra. Mikilvægt er að salta vatnið vel (heila lúku). Takið svo smá af pastavatninu til hliðar áður en því er hellt frá pastanu. Smjör er brætt á pönnu á vægum hita. Þegar það er alveg brætt er hitinn hækkaður aðeins og ca bolli af pastavatninu er bætt útá. Því er leyft að malla saman en hrært á meðan. Þegar þetta er búið að fá að malla aðeins og búið að blandast saman er pastanu hellt út á. Síðan er nóg af parmesan sett í, ég set alveg tvær fullar lúkur og hrært saman við þar til hann er bráðnaður í. Þá er tilbúið ekta ítalskt pasta Alfredo. Síðan er þetta borið fram með kjúklingnum og gott er að hafa sítrónu með líka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s