Brownie-klattar með valhnetum

Núna um helgina ætlum við bara að taka því rólega. Á fimmtudaginn vorum við vinkonurnar með babyshower fyrir Mörtu vinkonu okkar sem heppnaðist ótrúlega vel. Við leyfðum Emmu að vera heima með okkur í gær að hafa, eins og hún segir, kósí. Núna er hún komin í pössun til ömmu sinnar og langaði mig að baka eitthvað einfalt til að eiga yfir helgina og mundi ég þá eftir þessari uppskrift. Ég hélt ég væri búin að deila henni hér en þessari uppskrift deildi ég í Vikunni sem ég var í í september. Ég mæli með að prófa þessa uppskrift, hún er ótrúlega einföld en líka svolítið öðruvísi.

  • 2 bollar flórsykur
  • 1 bolli hveiti
  • 2/3 bolli kakó
  • 1 tsk salt
  • 3 eggjahvítur
  • 1 msk vanilludropar
  • 2 msk kælt kaffi
  • 1 dl súkkulaðidropar
  • valhnetur
  • gróft salt

Blandið saman öllum þurrefnum (ekki valhnetum og grófu salti). Hrærið síðan eggjahvítunum, vanilludropunum og kaffinu saman við og síðast súkkulaðidropana. Setjið deigið í kæli í 30 mín og rúllið því síðan upp í u.þ.b. 12-15 kúlur. Veltið kúlunum upp úr söxuðum valhnetum og raðið á bökunarplötu og bakið á 175°C í 15 mín. Gott er að strá smávegis grófu salti yfir klattana þegar þeir koma úr ofninum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s