Í minni fjölskyldu er súkkulaðimús algjört go-to þegar kemur að eftirréttum. Gunnar bróðir minn dýrkar súkkulaðimús og mamma getur gert hana nánast blindandi. Ég elska súkkulaðimús og hvað er hægt að leika sér mikið með þær, t.d. skreyta með berjum, hafa marengstoppa með eða bara hvað sem er. Í þetta skiptið ákvað ég að setja smá oreo tvist á súkkulaðimúsina, en ef þið sleppið oreo-inu þá eru þið komin með klassísku súkkulaðimúsina.

- 2.5 dl rjómi
- 100 gr súkkulaði
- 2 eggjarauður
- 2 pakkar oreo
Ég byrjaði á að mylja oreo kökurnar fínt í blandara, mér finnst gott að hafa extra kröns í þessari uppskrift svo ég myl nokkrar kökur gróft og set í botninn á glösunum en það má sleppa. Síðan er súkkulaðið brætt og leyft aðeins að kólna áður en eggjarauðunum er blandað saman við, ef blandan verður of þykk er hellt smá rjóma saman við. Síðan er rjóminn léttþeyttur og súkkulaðiblöndunni blandað saman við rjóman varlega. Síðan hellti ég oreo mylsnunni saman við. Þessu er síðan skellt ofaní glösin og sett inn í ísskáp til þess að stífna. Ég skreytti svo með oreo kexi (tók nokkur til hliðar í byrjun) en það má leika sér með það.
