Súkkulaðimús

Súkkulaðimús er aðal eftirréttur fjölskyldunnar minnar og hefur verið það í mörg mörg ár. Gunnar bróðir minn er sérstaklega æstur í hana og hann skóflar henni í sig um leið og mamma ber hana á borðið svo hann fái alveg örugglega mest. Ég skil hann mjög vel því hún er svo svakalega góð. Ég hef súkkulaðimús í 95% tilfella í eftirrétt þegar ég býð í mat eða þegar það er eitthvað tilefni. Ég hef sett inn á bloggið Oreo súkkulaðimús, Lindor súkkulaðimús og svo líka Baileys súkkulaðimús, allt mjög gott en ég furðaði mig á því nýlega að það vantaði alveg á bloggið mitt bara venjulegu klassísku súkkulaðimúsina! Ég ákvað því að í dag myndi ég bæta úr því.

Súkkulaðimús (fyrir ca 4)

  • 100 g súkkulaði (gjarnan 50 g rjómasúkkulaði og 50 g suðusúkkulaði)
  • 2 eggjarauður
  • 2,5 dl rjómi

Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Látið það kólna aðeins áður en eggjarauðum er hrært saman við. Hrærið þar til blandan er orðin slétt (ef hún verður kekkjótt eða of þykk er smá rjóma hrært saman við).

Þeytið rjómann en alls ekki of stífann. Hrærið léttþeyttum rjómanum saman við súkkulaðiblönduna í smáum skömmtum með sleikju. Hrærið blöndunni varlega saman þar til hún hefur blandast vel.

Setjið súkkulaðimúsina í skál eða falleg glös og látið standa í ísskáp þar til hún hefur stífnað. Berið fram með berjum og jafnvel þeyttum rjóma. Fyrir sumarlega útgáfu prófið að setja rjóma, hakkað Mars eða Snickers, jarðaber og passionfruit yfir, það klikkar ekki!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s