Lindor súkkulaðimús

Eftir mikla inniveru, liggjandi uppi í sófa, þá er ég búin að horfa mjög mikið á Netflix. Ég datt niður á seríu sem kom út 2019 sem ég átti eftir að horfa á. Þessi sería heitir „Hjem til jul“ og eru komnar út tvær seríur af þeim. Þetta eru alveg ótrúlega sætir norskir jólaþættir sem ég mæli heilshugar með. Það var frekar fyndið að daginn eftir að ég kláraði þá, sendi Hanna vinkona mín mér að ég yrði að horfa á þætti sem hún væri að horfa á, þá voru það sömu þættir. Þannig við Hanna vinkona getum að minnsta kosti mælt með þeim!

hjem til jul | Explore Tumblr Posts and Blogs | Tumgir

Uppáhalds „jólanammið“ mitt eru án efa rauðar Lindor súkkulaðikúlur. Ég er með á eldhúseyjunni minni nokkrar í skál sem skraut, en skrautið endist yfirleitt ekki lengi. Ég ákvað að prófa að gera súkkulaðimús úr þessu súkkulaði og það kom svo svakalega vel út. Uppskriftin er fyrir fjóra.

  • 250 ml rjómi
  • 8 Lindor-kúlur
  • 2 eggjarauður

Byrjað er á að bræða kúlurnar yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Rjóminn er léttþeyttur á meðan súkkulaðið fær aðeins að kólna. Þegar súkkulaðið er ekki lengur brennandi heitt þá er eggjarauðunum hrært saman við. Ef blandan verður kekkjótt eða mjög þykk þá er smá rjóma bætt út í. Súkkulaðiblöndunni er svo varlega hrært saman við léttþeyttan rjómann með sleif. Súkkulaðimúsin er þá sett inn í ísskáp og leyft að stífna. Ég setti músina svo í sprautupoka með stút og sprautaði í falleg glös.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s