Saffransnúðar

Þessir snúðar eru mínir uppáhalds, þeir minna mig alltaf á Svíþjóð. Saffran kryddið er mikið notað í Svíþjóð og þar er hefð að borða lussekatter og saffransnúða yfir jólin, bakkelsi sem inniheldur saffran. Mamma gerði þessa alltaf fyrir jólin þegar ég var yngri og ég hef tekið við núna. Ég á eftir að baka þessa í ár og finnst mér mjög skrýtið að eiga þá ekki til í frysti til að hita upp. Ég ætla að græja þá um helgina, þá fara jólin að koma.

Saffransnúðar með marsípani

Snúðar

  • 300 g smjör
  • 1 líter mjólk
  • 2 pokar þurrger
  • 2 dl sykur
  • 1 tsk salt
  • 2,2-2,5 lítrar hveiti (ég mæli það aldrei heldur nota bara eins mikið og mér þykir þurfa)
  • 1 g saffran

Fylling

  • brætt smjör
  • rifið marsípan
  • kanilsykur
  • vanillusykur (má sleppa)

Bræðið smjörið í potti og bætið mjólkinni saman við. Hitið blönduna í 37°.

Setjið gerið í skál og hellið mjólkurblöndunni yfir. Bætið saffran saman við og hrærið aðeins í blöndunni. Bætið sykri og salti saman við.

Hellið hveitinu í lítramál beint úr pokanum (þessu hef ég alltaf sleppt) og bætið saman við mjólkurblönduna. Farið varlega af stað með hveitið og ekki setja allt í einu. Vinnið deigið vel saman og hafið það eins blautt og þið komist upp með til að snúðarnir verði ekki þurrir.

Látið deigið hefast undir viskastykki í 30 mínútur (ég læt það oft hefast aðeins lengur). Hnoðið deigið þá á hveitistráðu borði. Skiptið deiginu í þrjá hluta og fletjið hvern hluta út í aflanga köku.

Smyrjið bræddu smjöri yfir deigið, stráið kanilsykri síðan yfir smjörið, þar næst rifnu marsípani og að lokum smá vanillusykri. Rúllið deiginu upp í rúllu, skerið í sneiðar og setjið í stór muffinsform.

Látið snúðana hefast undir viskastykki í 30 mínútur.

Penslið snúðana með upphrærðu eggi og stráið perlusykri yfir þá.

Bakið við 250° í 5-8 mínútur.

Saffransnúðar með marsípani

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s