Hnetusmjörsnúðlur

Í gær fórum við Oliver á Tapasbarinn sem var ótrúlega notalegt. Við fengum mjög góðan mat og vorum mjög ánægð með alla upplifunina. Eftir matinn sló mér mikið niður og ég fór í dag á Læknavaktina. Þar kom í ljós að ég er með ennis- og kinnholubólgu og líka eyrnabólgu. Ég er nú komin á sýklalyf svo ég vona að ég hressist fljótt, þetta er orðið svolítið þreytt, þessi endalausu veikindi hér á bæ.

Oliver eldaði fyrir okkur í kvöld, ég er búin að suða í honum að elda þennan rétt í smá tíma. Hann hefur gert hann nokkrum sinnum áður og hann er svo góður að ég get ekki hætt þegar ég byrja. Þessi réttur er mjög fljótlegur en hann tekur um 20 mínútur að útbúa. Einnig skemmir ekki fyrir að rétturinn er grænmetis, gott fyrir mikið kjötát seinna í mánuðinum.

  • 1 pakki hreinar núðlur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 120 ml hnetusmjör
  • 60 ml soja sósa
  • 60 ml vatn
  • 2 msk hunang
  • 1 sítróna
  • salt og pipar
  • 1 msk olía
  • 1 rauð paprika
  • 1 gul paprika
  • 1 rauðlaukur
  • brokkolíhaus

Blandið saman hvítlauk, hnetusmjöri, soja sósu, vatni, hunangi og safa úr sítrónu. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Hitið undir pönnu á miðlungshita og bætið olíu útá. Steikið paprikurnar, rauðlaukinn og brokkolíið í um 10 mínútur. Eldið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakkningu og blandið þeim saman við sósuna og grænmetið í pönnunni.

Ein athugasemd á “Hnetusmjörsnúðlur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s