Piparkökuostakaka með appelsínukeim

Í morgun komu mamma og Hemmi heim frá Florida eftir að hafa verið úti í 3 vikur. Það fannst mér persónulega vera alltof langur tími og var mjög glöð að fá þau aftur heim. Ég var svo heppin að græða matreiðslubók frá bandarískum matarbloggara sem ég fylgist með á Instagram, er spennt að prófa að elda uppúr henni. Við Oliver ætlum á deit í kvöld en hann er í 2 vikna pásu núna í skólanum þannig við ætlum að skella okkur á Tapasbarinn.

Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af köku sem mér finnst mjög góð. Hún er þokkalega auðveld í gerð og finnst mér appelsínan gefa kökunni mikinn ferskleika sem mér finnst svolítið vanta oft í jólauppskriftum.

  • 30 stk piparkökur
  • 75 gr smjör

Byrjað er á að mylja piparkökurnar í matvinnsluvél. Síðan er smjörið brætt og blandað saman við piparkökumylsnuna. Blöndunni er svo þrýst niður í bökuform sem er vel smurt. Þetta er bakað í miðjum ofni í 5 mínútur á 175°.

  • 250 gr kotasæla
  • 300 gr rjómaostur
  • 1 dl sykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 1 appelsína

Byrjað er á að hræra saman rjómaostinn og kotasæluna vel áður en þurrefnunum er bætt útí. Síðan er rifinn börkurinn af appelsínunni út í blönduna og hrært saman. Þessu er síðan hellt ofan í piparkökubotninn og bakað í ofni á 175° í 25-30 mínútur. Kakan er svo kæld í amk klukkutíma áður en hún er borin fram

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s