Mousse al Cioccolato

Í dag er merkilegur dagur. Það er nefnilega þannig að bloggið mitt er eins árs í dag! Ekki nóg með það þá er þetta færsla númer 100 sem ég birti. Mér fannst það frekar merkileg tilviljun að það hafi hitt svoleiðis á að færsla númer 100 sé á eins árs afmælinu.

Fyrir einu ári síðan birti ég fyrstu færsluna mína, uppskrift að maísstönglum með aioli. Ég var svo stressuð að birta hana en ég er svo ánægð með mig að hafa tekið fyrsta skrefið. Síðan þá hefur lesendum fjölgað og fjölgað, auk þess þá hef ég tvisvar verið með í Vikunni. Einu sinni í kökublaðinu og svo aftur í jólablaðinu. Þetta er búið að vera ofboðslega skemmtilegt ár og ég hlakka bara til að halda áfram að blogga.

Þegar við vorum úti í Svíþjóð fórum við út að borða á stað sem heitir La Perla. Hann er ótrúlega góður og flottur ítalskur staður og ég keypti uppskriftabókina þeirra eftir matinn. Ég ákvað að prófa að búa til eftirréttinn sem ég fékk á staðnum heima og hann var eins og á staðnum, alveg sjúklega góður. Ég ákvað að þessi uppskrift fengi að vera í afmælisfærslunni minni, hún er bara það góð.

Þessi uppskrift dugar fyrir fjóra.

  • 100 gr hvítt súkkulaði
  • 50 gr dökkt súkkulaði
  • 2 eggjarauður
  • 2 1/2 dl rjómi
  • 40 gr sykur
  • 1 msk Baileys
  • Hindber

Byrjað er á að bræða hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði. Þeytið saman helminginn af rjómanum, helminginn af sykrinum og eina eggjarauðu. Leyfið hvíta súkkulaðinu aðeins og kólna svo það sé ekki brennandi heitt og blandið því svo varlega saman við rjómablönduna með sleif. Skiptið niður í fjögur glös og leyfið að stífna í ísskáp í klukkustund. Bræðið svo dökka súkkulaðið yfir vatnsbaði og endurtakið rjómablönduna nema bætið í þetta skipti Baileys líka út í rjómann. Þegar súkkulaðið hefur aðeins fengið að kólna er súkkulaðinu varlega hellt saman við rjómablönduna og hrært saman með sleif. Setjið ofaná hvítu súkkulaðimúsina og leyfið að stífna aftur í ísskáp. Skreytið með hindberjum og njótið.

Ein athugasemd á “Mousse al Cioccolato

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s