Pestó kjúklingur með sætri kartöflumús

Þessi réttur hefur verið einn uppáhalds rétturinn okkar Olivers í nokkur ár. Hann er ofur auðveldur og þess vegna hefur mér fundist eitthvað asnalegt að birta uppskriftina af honum þar sem þetta er varla uppskrift. En ég setti inn á Instagram um daginn þegar ég eldaði þennan rétt og það voru margir sem sýndu réttinum áhuga svo ég ákvað að birta bara uppskriftina hér. Ég sjálf elska auðveldar uppskriftir svo afhverju ekki?

Sætkartöflumús

  • 2 sætar kartöflur
  • 100 gr smjör
  • salt

Skrælið kartöflurnar og skerið þær í bita. Sjóðið þar til þær eru alveg mjúkar í gegn. Sigtið vatnið frá og maukið þær með kartöflustappara, með smjörinu og saltinu þar til allt er maukað vel saman.

Pestó kjúklingur

  • 500 gr kjúklingabringur
  • 2 krukkur pestó
  • fetaostur
  • salt og pipar

Kveikið á ofninum á 200°. Eldið kjúklingabringurnar í 20 mínútur og kryddið þær með salti og pipar áður en þær fara í ofninn. Takið kjúklinginn út og dreyfið pestóinu vel yfir þær og toppið svo með fetaostinum. Eldið áfram í 10 mínútur.

Berið fram kjúklinginn fram með sætkartöflumúsinni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s