Júlí óskalisti

Ég trúi ekki að júlí sé að verða búinn. Ég byrja aftur að vinna 8. ágúst og það nálgast hratt. Ég átti eftir að setja inn júlí óskalista á bloggið svo hér kemur hann. Ég er búin að liggja yfir netverslunum að setja í allskonar körfur, ekki samt kaupa neitt, bara meira að skoða.

Assouline bækur – Mér finnst þessar bækur svo fallegar. Ég sá þær fyrst hjá Molly Mae og hef svo séð þær mikið á heimilum á Instagram sem svona „coffee table books“. Þær eru svo fallegar og litríkar. Þær fást t.d. í Purkhús.

Rattan bekkur – Mig langar í þennan inn í svefnherbergi, mér finnst hann svo fallegur. Hann er úr Norr11.

Billi Bi skó – Ég losaði svo mikið úr fataskápnum nýlega sem ég var hætt að nota eða var orðið sjúskað. Mikið af því voru skór, þess vegna „vantar“ mig nýja skó, mér finnst þessir ótrúlega fallegir.

Anine Bing bolur – Mig hefur lengi langað í þennan, gleymi honum samt alltaf þegar ég ætla að kaupa mér eitthvað og hef því aldrei látið verða af því. Kannski hann sé næstur á innkaupalistanum. Fæst í Mathilda.

Byredo ilmvatn – Ég er alveg að klára Byredo ilmvatnið mitt í ilminum Gypsy Water. Það er ótrúlega góð lykt en ég held að mig langi að prófa Bal D’afrique næst. Ég þyrfti bara að eiga þær báðar held ég. Fæst í Madison Ilmhús.

CAIA Cosmetics snyrtivörur – Ég á nokkrar vörur frá þessu sænska merki sem Bianca Ingrosso, sænskur áhrifavaldur, á. Þær eru allar ótrúlega góðar og vandaðar, svo eru pakkningarnar líka ótrúlega sætar. Þær fást á heimasíðunni þeirra caiacosmetics.com.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s