Þið sem fylgið mér á Instagram hafið líklegast séð það að við Oliver erum trúlofuð! Oliver skellti sér mjög óvænt á skeljarnar í Stokkhólmi og það var alveg fullkomið. Við Oliver erum búin að vera saman í bráðum 7 ár og erum búin að þekkjast í 14 ár. Við kynntumst þegar við vorum 10 ára og vorum saman í bekk.
Eins og flestir ættu að vita þá er Stokkhólmur uppáhalds staðurinn minn í heiminum. Við fórum út á mánudaginn og komum heim seint á föstudag. Við áttum ótrúlega góða daga úti og fengum alveg geggjað veður, sól og hiti allann tímann. Ég er að vinna í sérstakri Stokkhólms færslu en vildi setja þessa hérna inn fyrst.
Það var semsagt komið að síðasta kvöldinu okkar úti. Það var ótrúlega fallegt veður og við ákváðum að fara út í kvöld göngutúr, klukkan er eitthvað um hálf níu. Við vorum með Emmu í kerrunni og löbbuðum af stað. Við löbbuðum að uppáhaldsstaðnum mínum, höfninni á móti konungshöllinni. Ég elska þennan stað, að horfa yfir á höllina. Ég fer þangað í hverri einustu ferð og ein fyrsta myndin sem ég póstaði á Instagram er tekin á þessum stað. Ég tek fullt af myndum á meðan við erum þarna og við vorum bara að hafa það notalegt. Emma var með okkur og við sitjum tvær saman á einhversskonar bekk þarna við þegar Oliver skellir sér niður á hné og biður mín.
Ég sagði að sjálfsögðu já og þetta toppaði algjörlega þessa æðislegu ferð, að koma heim með unnusta. Síðan gerði þetta staðinn minn miklu dýrmætari. Það var svo yndislegt að Emma var með okkur, hún var samt ekki alveg sátt með pabba sinn að hafa ekki líka keypt hring handa sér.


Ég hafði enga hugmynd að þetta væri í vændum og það fynda var að ég var búin að vera með hringinn á mér allan göngutúrinn því hann var falinn í vagninum hennar Emmu. Tvær vinkonur mínar spurðu hvort ég hefði vitað því ég fékk mér neglur rétt áður en við fórum í ferðina, en þær voru fljótar að taka það tilbaka þegar þær sáu í hverju ég var. Ég var semsagt í grárri stórri hettupeysu af Oliver, nánast ómáluð, með tagl, mjög ótilhöfð. Ég man að Oliver horfði á mig áður en við fórum og spurði mig hvort ég ætlaði svona, ég hristi bara hausin yfir honum þar sem við vorum bara að ég hélt að fara út í smá göngutúr haha. Sagan var alveg að endurtaka sig því það nákvæmlega sama gerðist þegar babyshowerið mitt var, þá var ég í sömu peysu og Oliver spurði mig hvort ég ætlaði í henni til mömmu haha. Þetta er greinilega einhver happapeysa, verst hvað hún er ljót.


Við skáluðum svo daginn eftir áður en við fórum heim til Íslands. Nú hlakka ég bara til að giftast ástinni minni einhverntíman í framtíðinni, það er ekkert ákveðið eins og er.
