Marengs með lemon curd og jarðarberjum

Nú er komið að sumar uppskrift með innblástri frá sænsku sumari, númer tvö. Í þetta skiptið er það marengs. Þessi blanda af marengs, lemon curd og jarðaberjum klikkar ekki og er svo fersk og sumarleg. Ég auðveldaði mér verkið og keypti tilbúinn marengsbotn en ég var í tímaþröng. Það er mjög gott samt að nota hvíturnar í eggjunum sem verða eftir við lemon curdið í að gera marengsbotn. Ég mæli með að prófa þessa, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

  • marengsbotn
  • lemon curd (uppskrift fyrir neðan)
  • 200 ml rjómi
  • askja af jarðaberjum

Lemon curd

  • 4 eggjarauður
  • 130 gr sykur
  • rifinn börkur af sítrónu (um tvær matskeiðar)
  • safi úr tveimur sítrónum
  • 100 gr kalt smjör skorið í teninga

Byrjað er á að píska saman eggjarauðurnar og sykurinn í potti. Bætið svo sítrónuberkinum og safanum út í og pískið því saman. Kveikið á lágum hita undir pottinum og hrærið stanslaust með písknum þar til það byrjar að þykkna í pottinum. Þegar búðingurinn er farinn að þykkna þá er slökkt undir og smjörinu bætt saman við og hrært þar til það er alveg bráðnað og blandað saman við búðinginn. Setjið í loftþéttar umbúðir og geymið í ísskáp. Búðingurinn þykknar í ísskápnum.

Setjið rjóma, lemon curd og jarðaber á marengsinn og berið fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s