Ódýr og fljótleg grænmetisskál

Á föstudagskvöldið fór Emma í næturpössun og við Oliver fórum á deit. Við enduðum á því eins og flest önnur deit að kúra uppí sófa með bland í poka, það er það sem manni langar mest að gera þegar maður fær næturpössun fyrir barnið, að slaka á og sofa vel. Þar sem það var mikið sukk á föstudaginn og svo líka í gær þá langaði okkur í eitthvað hollt og þægilegt í dag, snýst allt um jafnvægið. Ég var ekki að nenna miklu veseni svo ég skellti bara í einhversskonar grænmetisskál eða salat. Það er vel hægt að breyta til og nota annað en ég en ég ákvað að skella þessu hingað inn í eina heimilislega færslu, ekkert fancy, því þetta var bara ótrúlega gott. Notið endilega bara það sem þið eigið til að hverju sinni.

Innihald

  • sæt kartafla
  • kartöflur
  • kúskús
  • rauð paprika
  • brokkolí
  • gúrka
  • tómatar
  • rauðlaukur
  • klettasalat
  • grænmetisbollur
  • pestó
  • fetasostur

Ég skellti sætukartöflunum og kartöflunum saman í fat með olíu og eldaði í ofni, ég kryddaði þær með salti, pipar og paprikukryddi. Ég setti svo paprikurnar og brokkolí í annað fat og skellti smá olíu yfir og kryddaði með salti og pipar og eldaði líka í ofni. Ég sauð vatn í hraðsuðukatli og hellti út á kúskúsið eftir leiðbeiningum. Ég setti kjúklingatening, salt og pipar út í kúskúsið fyrst. Ég hitaði svo nokkrar grænmetisbollur sem ég átti í frystinum og hafði með. Ég raðaði þessu öllu svo í skál og þá var þetta tilbúið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s