Nýjar gardínur

Ég get eiginlega ekki sagt annað en að ég sé í skýjunum. Gardínurnar sem ég pantaði í byrjun júní komu í gær og ég vil eiginlega ekki fara út úr húsi í dag því ég vil bara sitja og horfa á þær. Það kom sér því vel að það er bara ömurlegt veður úti svo ég þarf hvort eð er ekkert að vera að fara neitt út.

Ég var búin að vera með svona hörlíkisgardínur með new wave rykkingu á óskalistanum mínum mjög lengi en það var annað sem þurfti að setja í forgang þegar við keyptum íbúðina. Ég sá svo bara fyrir slysni auglýsingu á Instagram hjá mér nýtt gardínufyrirtæki á Íslandi sem heitir Glory Blinds, gloryblindsiceland á Instagram. Ég ákvað að senda þeim línu og þau komu og mældu hjá mér frítt og gáfu mér tilboð, og það var besta tilboðið sem ég hafði fengið á þessum gardínum miðað við önnur fyrirtæki. Ég fékk svo heimsendar prufur af efnum svo ég gat mátað þær við gluggana og málninguna á veggjunum heima í rólegheitum. Ég var í smá vandræðum fyrst með að velja á milli beige eða hvítt en á endanum valdi ég beige og sé ekki eftir því vali. Þetta bætir svo mikilli hlýju við íbúðina og hækkar þvílíkt lofthæðina.

Nú langar mig að fá mér líka inn í svefnherbergin eftir að hafa séð hvað þetta gerir svakalega mikið og kemur vel út. Núna bíðum við eftir að sófaborðið okkar komi í Epal og þá fer stofan að verða klár. Það er svo skemmtilegt að sjá íbúðina taka á sig heildarmynd og það hvetur mann áfram í að klára alveg allt. Þegar við tókum við íbúðinni var margt og mikið á framkvæmdarlistanum og óskalistanum og það er ótrúlegt hvað okkur hefur tekist gera á stuttum tíma finnst mér. Núna næst ætlum við að reyna að gera þvottahúsið skemmtilegra og það er svo lítil framkvæmd að við stefnum á að græja það jafnvel núna í sumar. Svo ætlum við að fara að huga að eldhúsframkvæmdum og baðherberginu sem er svona stærsta framkvæmdin svo við viljum vera alveg með á hreinu hvað við viljum gera. Við erum með margar hugmyndir en þurfum að ákveða eitthvað sem passar fyrir okkur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s