Twix kökur

Ég er ekki alveg tilbúin í að sumarið sé bara að verða búið! Ég byrja að vinna aftur á mánudaginn eftir 5 vikna sumarfrí. Það verður gott að komast aftur í góða rútínu en ég hefði þó verið til í smá lengra frí, hefði ekki verið verra hefði verið einhver sól líka.

Í gær kom loksins stofuborðið sem við pöntuðum í Epal fyrir sumarið. Það kemur ekkert smá vel út og það er svo gott að vera komin aftur með borð inn í stofu. Við Karen vorum heima hjá henni að græja marengsstaf og döðlugott fyrir óvænta útskriftaveislu fyrir tvíburabróður hennar þegar ég fékk símtal um að borðið mitt væri komið. Við Karen skruppum því og sóttum það, svo dröslaði ég kassanum ein inn í lyftuna, út á gang og inn í forstofu sveitt. Svo náði ég að setja það saman sjálf, mér leið eins og ég væri algjör ofurkona! Það sem það er búið að breyta íbúðinni að fá gardínurnar og svo stofuborðið. Við erum alveg búin á nokkrum mánuðum að breyta stofunni, fengum okkur nýjann sófa, nýtt borð og nýjar gardínur, við erum rosalega ánægð með útkomuna.

Oliver fann uppskriftina af þessum kökum á Facebook hjá sér held ég og hann var svo spenntur að prófa þetta. Hann græjaði þetta á meðan ég kom Emmu í háttinn og þetta var sjúklega gott. Ég er ekki mjög hrifin af twix svo ég var ekkert að missa mig þegar hann sýndi mér uppskriftina sem hann vildi prófa en ég bara verð að viðurkenna að ég gat ekki hætt að borða þessar kökur. Þær voru það góðar. Ég ætla því að deila með ykkur uppskriftinni.

  • 215 gr mjúkt smjör
  • 115 gr sykur
  • 325 gr hveiti
  • 100 gr karamella
  • 100 gr súkkulaði

Hnoðið saman smjöri, sykri og hveiti. Við notuðum aðeins meira hveiti því deigið var ennþá smá klístrað, passið að hafa hveiti á borðfletinum og kökukeflinu. Fletjið deigið út og skerið út litla hringi með piparkökumótum (við notuðum glas). Bakið á 150° blæstri í 10 mínútur og leyfið að kólna. Uppskriftin segir að nota tilbúna karamellu, fæst til dæmis í Krónunni, en ég gerði karamelluna sjálf og notaði þessa uppskrift hér. Smyrjið karamellunni yfir kökuna og svo bræddu súkkulaði yfir karamelluna. Geymið í ísskáp á meðan súkkulaðið harðnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s