Ágúst óskalisti

Jæja það var kominn tími á að ég myndi taka saman ágúst óskalistann minn. Ég trúi ekki hvað sumarið er búið að vera fljótt að líða. Núna er ég byrjuð aftur í vinnunni og það leggst bara vel í mig. Núna er ég tilbúin í haustið og notalegheitin sem fylgja því. Emma byrjaði á nýrri deild í vikunni, fór semsagt upp um deild, ég er ekki að höndla það að hún sé að verða þriggja ára í janúar! Hún er allt í einu orðin svo stór og svo mikill krakki. Hún talar og talar allan liðlangan daginn og er svo skýr. Emma ætlar að gista hjá ömmu sinni í nótt og hafa það notalegt með henni. Við ætlum bara að hafa það kósí heima og horfa á Netflix og sækja okkur einhvern mat. Ég græjaði Baileys músina sem ég setti inn uppskriftina að hérna um daginn og svo keypti ég osta, kex, smá nammi, ber og freyðivín svo það mun ekki fara illa um okkur hérna heima í kvöld.

Elvang teppi – okkur vantar svo fallegt teppi í sófan. Við eigum engin teppi og mér finnst það vera algjört möst fyrir veturinn að geta haft kósí undir hlýju teppi. Hingað til höfum við verið að ná í sængurnar fram sem er alveg kósí en mér finnst það ekki spennandi til lengdar. Þetta teppi er ofarlega á lista hjá mér, það er úr alpaca ull og er úr Heimahúsinu.

Gucci skór – mér finnst þessir skór svo flottir og ég skil ekki afhverju því ég veit að þeir eru ljótir. Oliver skilur ekkert í mér að langa í þetta og finnst þeir algjör viðbjóður. Ég veit ekki hvað það er við þá en mér finnst þeir bara alveg geggjaðir. Ég er oft alveg næstum því búin að kaupa þá þegar ég hætti við. Ég fer varla að kaupa þá núna fyrst sumarið er alveg að klárast, sjáum hvort að mér finnist þeir ennþá flottir fyrir næsta sumar. Þeir fást á Mytheresa.

Staub steypujárnspottur – ég á einn steypujárnspott frá Le Creuset og mig langar í annan. Ég nota þann sem ég á rosalega mikið svo ég þyrfti að eiga tvo. Mér finnst þessi rosalega flottur. Hann fæst m.a. á Boozt.

Combekk panna – mig langar að fara að uppfæra pönnurnar mínar. Ég á alveg nýtt pottasett en vantar pönnur. Ég sá þessar hjá Verma og sá að það er afsláttur hjá þeim núna af öllu. Ég kannski nýti tækifærið og panta mér eina.

Ethnicraft hægindastóll – ég vil fá mér þennan einingasófa á móti sófanum, hliðiná sjónvarpsskenknum. Ég væri til í að fá mér svo seinna allann sófann, ss bæta við einingum svo hann verði sófi, ekki bara stóll. En ég myndi vilja bíða með það þar til Emma er orðin stærri. Sófinn fæst í Tekk Habitat.

Kabin Vase – ég fór áðan í Norr11 með Karen vinkonu minni og sá þennan vasa. Ég elska flotta vasa og núna er þessi kominn á óskalistann. Hann var líka til brúnn en ég held mig langi frekar í þennan ljósa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s