Jæja, ég ætlaði alltaf að setja inn Stokkhólmsfærslu. Ég er búin að vera í nokkrar vikur að hugsa um þessa færslu, hvernig væri best að útfæra hana og hvað ég á að setja í hana. Stokkhólmur er að mínu mati fallegasta borg í heimi. Ég ólst upp í Stokkhólmi og mér finnst ég alltaf vera komin heim strax og ég lendi á Arlanda. Það er svo gott að geta talað sænskuna og borðað mat sem maður tengir við æskuna.


Þegar ég fer þá er það yfirleitt alltaf bara svona stutt skrepp í borgarferð og þá vill maður nýta tímann sem best og vera kannski búinn að ákveða eitthvað hvað maður vill gera og hvað maður vill borða og hvar. Ég mæli mikið með því að bóka borð fyrirfram því það getur stundum verið erfitt að fá borð á vinsælustu stöðunum í Stokkhólmi með litlum fyrirvara.
Matur
Skyndibiti og möns
- Max
- Grillkorv
- Brödernas
- Lösgodis (ekki skyndibiti en nammibar í Svíþjóð er must)
- GB glass – sænskir íspinnar, minn uppáhalds er Piggelin og 88


Fínni staðir
- La Perla
- Un Poco
- Den gamle och havet
- Scarpetta
- Calle P
- Asian Post Office
- Ciccios
- Riche
- Vau de Ville
- Pa och co


Bakarí
- Ingrids
- Bröd och salt
- Stora bageriet
- Vetekatten


Hótel
Við Oliver höfum alltaf verið á sama hótelinu. Það er á alveg geggjuðum stað í bænum og mjög stutt stopp frá lestarstöðinni og þar sem Arlanda Express lestin kemur beint frá flugvellinum. Hótelið heitir Scandic no 53 og er staðsett á Kungsgatan. Það er hliðiná Vetekatten sem er ótrúlega gott bakarí sem ég nefndi hérna í tillögunum fyrir ofan, það er gamalt bakarí frá 1928 og þar er hægt að fá allskyns góðgæti eins og kókoskúlur, kanelsnúða, vanillusnúða o.s.frv. Það er ótrúlega gott úrval af morgunmat á hlaðborði sem er innifalið á hótelinu og svo er fínt lounge þar sem maður getur pantað sér drykk eftir kl 15 á daginn. Þetta hótel er á mjög góðu verði og allt er mjög hreint og snyrtilegt.


Ég hef líka verið á Haymarket sem er nánast hliðiná hinu hótelinu, bæði Scandic hótel sem mér líkar vel. Það er mikið stærra og með flottum bar í lounge-inu. Ég myndi hiklaust velja það fyrir svona vinkonuferð eða paraferð en kannski frekar hitt í fjölskylduferð, það er aðeins rólegra andrúmsloft þar. Morgunmaturinn er eins og á hinu hótelinu, hlaðborð nema aðeins stærra úrval. Hótelið er aðeins dýrara en hitt en maður fær líka mun meira fyrir peninginn. Mamma er alltaf á þessu hóteli þegar hún fer til Stokkhólms. Beint fyrir framan hótelið er Hötorget en þar er oft markaður þar sem fólk er að selja falleg blóm, ávexti og allskonar dót.

Afþreying
Í ferðinni okkar núna sem snérist mest um Emmu fórum við á Junibacken sem ég myndi segja að væri algjört must. Ég fór oft þangað sjálf sem barn og elskaði það, Emma er ennþá að tala um þessa ferð. Junibacken er safn fyrir börn með sögunum hennar Astrid Lindgren. Á safninu er gjafaverslun með fullt af bókum, dóti og fötum, það er útileiksvæði, það er sögulest þar sem maður svífur í gegnum sögurnar hennar Astrid Lindgren og svo endar maður í Sjónarhóli þar sem er hægt að leika. Það er svo Línu sýning um þrisvar á dag sem maður þarf að bóka sig inná, maður gerir það í afgreiðslunni og er það frítt. Svo er eitthvað hægt að kaupa að borða þarna líka.




Vasasafnið er stórskemmtilegt safn. Það er staðsett hliðiná Junibacken en það eru nokkur söfn og skemmtanir staðsettir á sama stað sem er mjög hentugt m.a. Skansinn, Gröna Lund, Abba safnið og fleira. Á Vasa safninu eru ekki blómavasar heldur risa stórt skip sem heitir Vasa. Ég mæli með að kynna sér aðeins sögu skipsins ef þið ætlið að kíkja áður en hún er mjög merkileg en í stuttu máli þá sökk Vasa skipið eftir 20 mínútur í fyrstu ferð þess, skipið er frá 17 öld og það er ótrúlegt að sjá hvað hélt sér vel þar sem það var í 333 ár í sjónum.
Skansinn er mjög skemmtilegur á sumrin, ég myndi lýsa honum sem blöndu af Árbæjarsafninu og Húsdýragarðinum, mjög gaman að kíkja í góðu veðri.
Gröna Lund er tívolíið í Stokkhólmi og er mjög skemmtilegt, mikið af sýningum þar líka, gott að skoða dagatalið á heimasíðunni þeirra hvort það sé eitthvað skemmtilegt í gangi.
Abba safnið, segir sig sjálft, ótrúlega skemmtilegt!
Moderna Museet er skemmtilegt listasafn sem getur verið gaman að kíkja á.
Það er skemmtilegur leikvöllur í Humlegården sem er gaman að fara með börn.




Búðir
Mall of Scandinavia – eitt stærsta moll Evrópu, tekur 7 mínútur að fara þangað úr miðbænum með lest.
NK – stór „department store“ með fullt af merkjum, rosalega gaman að skoða
Drottninggatan – skemmtileg verslunargata í miðbænum
Birger Jarlsgatan – gata með öllum helstu merkjavörubúðum, það er líka gaman að labba þaðan inn Biblioteksgatan en þar er til dæmis Sephora.
Åhlens City – er á drottninggötunni og er líka svona „department store“ með fullt af merkjum á stærra verðbili en NK, þar er meira af dýrari merkjum. Á efstu hæðinni var að opna skemmtilegur ítalskur staður sem við prófuðum sem var fínn matur á, hann heitir Basta Urban.






Ég held ég verði að gera part 2 einhverntíman, ég er búin að vinna í þessari færslu í langan tíma því ég man alltaf eftir einhverju öðru að bæta hér við. Ég læt þetta duga í bili, hejdå!