Fiskipanna frá Messanum

Mamma bauð mér í mat um daginn eftir vinnu. Við vorum bara tvær og þar sem við eigum það sameiginlegt að eiga matvanda menn þá þurftum við að nýta tækifærið vel. Mamma gerði þennan fiskrétt sem er réttur frá Messanum sem er sjúklega góður fiskistaður sem flestir ættu að þekkja. Þetta var alveg sjúklega gott og ég mæli mjög mikið með að þið prófið!

  • 350-450 gr þorskhnakkar
  • hveiti
  • 1 tsk grillkrydd eða aromat
  • 2 msk karrí
  • 1,5 tsk chiliduft
  • 80 gr blaðlaukur
  • 150 gr græn epli, hýðislaus í teningum
  • 150 ml hvítvín, sjóða niður um 1/3
  • 50 gr parmesan ostur
  • 300 ml rjómi
  • salt og pipar eftir smekk
  • smjör til steikingar

Þorsk­hnakki er skor­inn í 4-5 bita og velt upp úr hveiti (gott að hafa ein­hvers kon­ar grill­krydd eða bara Arom­at úti í hveit­inu). Best er að nota stóra pönnu ca. 30 cm og steikja fisk­inn þar til fal­lega brúnn. Kryddið er sett á þá hlið þorsks­ins sem snýr upp, svo blaðlaukn­um bætt út í. Því næst er sett hvít­vín og það soðið niður um 1/​3.

Svo næst er restinni bætt út í pönn­una:
Epli skor­in í ten­inga (létt­steikt ekki brúnuð)
Par­mes­an ost­ur rif­inn gróft
Rjómi
(má bæta meiri par­mes­an-osti og karrý eft­ir smekk þar til sós­an er þykk og fal­leg)

Þá eru kart­öfl­ur (sem búið er að sjóða) sett­ar til hliðar í pönn­una.
1 lúka rucola og/​eða spínat í miðja pönn­una og lime-sneiðar ofan á fisk­bit­ana.

Mælt er með að drekka kalt hvítvín með.

Ein athugasemd á “Fiskipanna frá Messanum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s