Kladdkaka með saltkaramelluís

Föstudagar eru uppáhalds dagarnir mínir. Ég er alltaf í fríi á föstudögum og þá vakna ég alltaf snemma, fer í ræktina, þríf heima og geri fínt fyrir helgina og oftar en ekki baka eitthvað gott og sæki svo Emmu snemma. Við Karen vinkona kíkjum líka oft saman í Epal á föstudögum, það er orðin smá hefð sem er svo sannarlega ekki leiðinleg. Það er eitthvað svo ótrúlega notalegt við það að hafa þennan eina dag bara fyrir sig og fara inn í helgina á góðum nótum, búinn að vera ein að dunda mér og með heimilið fínt.

Í dag bakaði ég þessa geggjuðu kladdköku, sænsk klassík. Kladdkökur eru svo auðveldar í gerð og taka stuttan tíma. Það er mjög hentugt að henda í svona fyrir helgarkaffið, ég mæli með að þið prófið þessa um helgina, hún kemur á óvart.

  • 100 gr smjör
  • 100 gr mjólkursúkkulaði
  • 2 dl sykur
  • 2 egg
  • 2 dl hveiti
  • 1 tsk vanillusykur
  • hnífsoddur af salti

Byrjið á því að bræða saman smjörið og súkkulaðið við vægan hita. Þegar blandan er bráðnuð er hún lögð til hliðar og leyft að kólna aðeins. Þeytið saman sykur og egg. Bætið hveiti, vanillusykri og salti út í eggjablönduna og hrærið. Blandið að lokum smjörblöndunni saman við og setjið í smurt form. Bakið við 175° í 20-25 mínútur og leyfið svo að kólna alveg. Kantarnir eiga að vera alveg bakaðir en miðjan smá mjúk. Berið kökuna fram með ískúlum ofaná.Ég notaði saltkaramelluís.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s