Eldhús inspo

Núna langar mig ótrúlega mikið að fara að gera eldhúsið okkar fínt. Þið sem fylgið mér á instagram hafið kannski tekið eftir því að ég sýni eldhúsið mitt örsjaldan miðað við restina af íbúðinni, sérstaklega miðað við að ég er matarbloggari. Eldhúsið hefur alltaf verið aftarlega á framkvæmdarlistanum því það er alveg nýlegt, samt alveg síðan 2006 en ég er að meina að það er ekki frá 1950 eða eitthvað svoleiðis. Það virkar allt í eldhúsinu eins og það á að gera eina sem er „að“ er að eikin í innréttingunni er búin að gulna svakalega og borðplatan og vaskurinn orðin lúin. Það var líka veggfóður sem backsplash á milli efri skápa og borðplötu sem við rifum af og veggurinn er ljótur eftir það.

Núna erum við búin að græja nánast allt sem var ofar á listanum í framkvæmdum og það sem við þurftum að kaupa svo það má fara að huga að eldhúsinu. Ég var fyrst að spá í að kaupa bara nýtt eldhús en mér finnst eiginlega synd að gera það þegar ekkert er að innréttingunni og hún er sérsmíðuð hingað inn. Ég er því að spá í að láta sprauta hana, skipta um borðplötu, höldur og setja fallegar flísar á milli efri skápa. Þegar við fluttum inn þá var eldhúsið stúkað af með vegg sem við tókum niður og settum nýja stóra borðplötu yfir svo hægt væri að sitja við eyjuna. Ég væri til í að hafa eins borðplötur báðum megin en ekki eins og er núna: ný borðplata á eyjunni og gamla borðplatan ennþá á rest.

Ég fer fram og tilbaka hvort ég vilji láta sprauta innréttinguna svarta eða hvíta og hvernig flísar og vask mig langar í. Ég er með nokkrar myndir vistaðar í mood board á pinterest sem ég ætla að deila með ykkur. Mér sýnist lendingin á innréttingunni vera ljós, miðað við myndirnar sem ég er með vistaðar, ég held að það myndi koma best út á mínu heimili sem er allt frekar ljósir tónar. Mig langar að fá mér fallegt ljós yfir eyjuna og jafnvel breyta eyjunni aðeins, mig dreymir um svona vínkæli framan á eyjuna, best að byrja að safna haha!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s