Fylltar sætar kartöflur

Vá hvað það er orðið langt síðan ég setti inn færslu, páskarnir liðu svo hratt og allt í einu eru komnir 10 dagar síðan ég setti inn færslu. Ég ætlaði reyndar að setja þessa færslu inn í gær en það varð heldur betur ekki úr því. Við erum búin að vera að gera forstofuna okkar upp og erum búin að skipta um flísar. Ég ætlaði svo í gær að fara í Byko og gera og græja fyrir forstofuna til þess að klára hana þegar Oliver hringir í mig. Þá hafði Emma dottið beint á hökuna og hakan hennar bara opnaðist. Ég brunaði að sækja hana og fór með hana til læknis, sem betur fer var hægt að líma þetta saman og þurfti ekki að sauma. Hún eða við öll reyndar vorum alveg búin á því í gær eftir þetta allt saman og vorum bara í algjöru spennufalli. Hún er þó orðin hress núna sem betur fer og búin að fá verðlaun og mörg knús.

En að forstofunni þá er ég svo spennt að sýna ykkur loka útkomuna. Við erum semsagt búin að taka flísarnar sem voru og rifum niður fataskápinn sem var í forstofunni. Við erum núna að mála og spartla í göt og svo ætlum við að setja hvítann skáp inn sem var inni hjá Emmu því sá skápur er eiginlega of stór fyrir hana. Svo hengjum við upp snagana frá Vigt og þá fer að koma heildarmynd á rýmið. Ég sýni þetta allt þegar þetta er tilbúið á Instagram og hérna.

En ég gerði þennan rétt fyrir svolitlu síðan og hann var svo góður og fljótlegur að það er búið að gera hann nokkrum sinnum síðan. Ég mæli með að þið prófið!

  • 2 sætar litlar sætar kartöflur
  • 2 kjúklingabringur
  • ólífuolía
  • paprikukrydd
  • hvítlauksduft
  • pipar
  • 1-2 msk philadelphia light
  • 1-2 msk grænt pestó

Byrjið á því að hita ofninn í 200°. Stingið göt í hýðið á sætu kartöflunum með gaffli og setjið inn í ofn þar til þær eru mjúkar í gegn, það tekur um 50 mín. Hellið smá ólífuolíu yfir kjúklinginn og kryddið eftir smekk með paprikukryddi, hvítlauksdufti og pipar. Setjið kjúklinginn inn í ofn þar til hann er eldaður í gegn, ca 25-30 mín. Þegar kjúklingurinn er fulleldaður er hann tættur með tveimur göfflum og rjómaostinum og pestóinu blandað saman við, byrjið á 1 msk af hvoru og bætið við ef þarf. Skerið þvert yfir sætu kartöfluna og opnið hana. Fyllið sætu kartöfluna af kjúklingafyllingunni og berið fram með salati og fetaosti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s