Mýksta súkkulaðikaka heims

Ég bakaði þessa köku í gær og ég held að þetta sé bara með betri kökum sem ég hef bakað. Hún er ótrúlega létt og mjúk svo hún er ekki þung í maga. Hún er fljótgerð og ekta kaka til að baka fyrir páskana. Hún er næstum búin hjá okkur því við getum ekki hætt að laumast í hana. Hanna vinkona mín fékk smakk af henni í dag og hún sagði að þetta væri ein besta kaka sem hún hefur smakkað, maður fær ekki betri dóma en það! Þið bara verðið að prófa þessa, hún er alveg einstök.

 • 50g bragðlaus olía
 • 10g kakó
 • 50g volgt vatn
 • 45g hveiti
 • 5 egg
 • 50g sykur
 • 5g vanilludropar

Byrjið á að kveikja á ofninum á 150°. Skiljið eggin í sundur og blandið olíu, kakói, vatni og hveiti við eggjagulurnar, pískið saman. Stífþeytið eggjahvíturnar með sykrinum og vanilludropunum. Blandið öllu saman með sleif eða písk. Bakið í ofnskúffu eða skúffukökuformi í 32 mínútur.

 • 200g mjúkt smjör
 • 200g flórsykur
 • 75g brætt suðusúkkulaði (eða ykkar uppáhalds súkkulaði)
 • 1 msk vanilludropar

Þeytið saman smjörið og flórsykurinn. Bræðið súkkulaðið og leyfið aðeins að rjúka úr því áður en því er hrært saman við kremið. Bætið að lokum vanilludropunum saman við og þá er kremið tilbúið. Dreifið því yfir kökuna þegar hún hefur kólnað. Ég muldi Mini Eggs og stráði yfir kökuna til að gefa henni smá páskafýling.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s