Jæja þá er ég loksins komin til Stokkhólms! Við Hanna komum á fimmtudaginn um hádegið og það er búið að vera alveg æði hjá okkur. Við erum búnar að versla smá, labba mikið og borða helling, allt eins og það á að vera. Ég hlakka til að segja ykkur meira frá ferðinni þegar ég kem heim.
Á miðvikudaginn í vinnunni prófaði ég nýja uppskrift að köku sem kom rosalega vel út og ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni, endilega prófið hana yfir helgina með kaffinu.

- 150g smjör
- 450g púðursykur
- 1 tsk salt
- 1 tsk vanilludropar
- 3 egg
- 2 tsk lyftiduft
- 330g hveiti
- saxað súkkulaði eftir smekk
Byrjað er á að brúna smjörið í potti eða pönnu. Þegar smjörið er bráðnað og hefur fengið smá lit er púðursykrinum hrært saman við. Bætið svo saltinu og vanilludropunum út í og hrærið vel, leyfið blöndunni að kólna áður en eggjunum er bætt við. Hrærið eggjunum saman við og svo lyftiduftinu og hveitinu. Að lokum er súkkulaðinu hrært í deigið og deiginu skellt í skúffuform klæddu bökunarpappír. Bakið við 175° í 25-30 mínútur, þegar kakan hefur fengið góðan lit. Stráið grófu salti yfir og berið fram. Gott væri að bera fram með ís.
